X hits on this document

309 views

0 shares

0 downloads

0 comments

10 / 54

hingað til lands virðast vera munaðarvara. Þetta er í samræmi við það að ferðum hingað fjölgar meira en ferðalögum almennt í heiminum. Með tímanum aukast efni manna og fleiri fara til landa eins og Íslands. Hugsast getur að þeir sem fara hingað til lands séu ekki jafnnæmir fyrir verðsveiflum og efnaminna fólk sem fer fremur til sólarlanda.

Almennt má gera ráð fyrir að hækkandi raungengi gjaldmiðils veiki samkeppnisstöðu viðkomandi lands og leiði – að öllu öðru óbreyttu – til þess að ferðamenn dragi úr ferðum síðan þangað. Hins vegar geta aðrir þættir, svo sem áhugi á viðkomandi landi og háar tekjur ferðamanna, hæglega vegið á móti raungengishækkuninni. Á mynd 2.3 getur að líta breytingar á fjölda erlendra ferðamanna til Íslands og raungengi krónunnar árin 1992-2004. Af myndinni verður vart ráðið að neikvætt samband sé á milli þessara tveggja stærða, svo sem vera ætti ef raungengisbreytingar hefðu afgerandi áhrif á breytingar á fjölda erlendra ferðamanna. Þetta er þó ekki einhlít niðurstaða, því að árin 1993 og 1994 veiktist raungengi krónunnar jafnframt því sem ferðamönnum fjölgaði og árið 2002 styrktist raungengið samhliða því að ferðamönnum fækkaði. Önnur ár virðist vera um jákvætt samband að ræða á milli raungengisbreytinga og ferðamannastraums til landsins. Sérstaklega er athyglisvert að síðustu árin, 2003 og 2004, fjölgar erlendum ferðamönnum verulega þótt svo raungengið hafi styrkst bæði þessi ár.

Rammi 1: Gengi og raungengi

Gengi eins gjaldmiðils gagnvart öðrum er mælikvarði á hlutfallslegt verðmæti gjaldmiðlanna tveggja. Gengisvísitala krónunnar lýsir verði íslensku krónunnar miðað við körfu gjaldmiðla helstu viðskiptalanda Íslands á hverjum tíma. Þegar talað er um að gengi krónunnar hafi breyst er venjulega verið að vísa í breytingar í gengisvísitölunni.

Raungengi má skilgreina sem hlutfallslega þróun verðlags eða launakostnaðar á einingu í heimalandi annars vegar og viðskipalöndunum hins vegar. Raungengi er jafnan sýnt sem vísitala. Seðlabankinn hefur um langt skeið reiknað tvær raungengisvísitölur, annars vegar raungengi á mælikvarða launa og hins vegar á

6

Document info
Document views309
Page views309
Page last viewedSat Jan 21 18:39:05 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments