X hits on this document

314 views

0 shares

0 downloads

0 comments

11 / 54

mælikvarða verðlags. Vísitölurnar sýna annars vegar þróun innlends verðlags í samanburði við þróun þess í viðskiptalöndunum og hins vegar launaþróun hér á landi í samanburði við viðskiptalöndin. Raungengi, einkum á mælikvarða launa, er mælikvarði á samkeppnisstöðu innlendra atvinnuvega. Fyrir ferðaþjónustu er raungengi á mælikvarða verðlags hinsvegar ekki síður áhugaverð stærð þar sem hún lýsir innlendu verðlagi í samanburði við verðlag helstu viðskiptalanda okkar sem skiptir máli fyrir val ferðamanna á áfangastað.

Samkvæmt könnunum Ferðamálastofu taka tveir af hverjum þremur ferðamönnum endanlega ákvörðun um Íslandsferð fjórum mánuðum eða skemur fyrir brottför. Rúmur fimmtungur ákveður sig 4-8 mánuðum áður en þeir koma og rúm 10% með níu mánaða fyrirvara eða meira. Gengi líðandi stundar ætti því að jafnaði að hafa meiri áhrif á ákvörðun þeirra en raungengi gærdagsins.

Mynd 2.3 Breytingar á fjölda ferðamanna og raungengi árin 1992-2004.

Heimild: Hagstofa Íslands

2.2 Erlendir ferðamenn eftir uppruna

Bretar voru fjölmennastir í hópi þeirra ferðamanna sem sóttu landið heim árið 2004, en rúm 17% komu þaðan. Frá Norður-Ameríku komu 15% ferðamanna, 11% frá Þýskalandi og  27% frá Norðurlöndunum fjórum. Fyrir 30 árum jaðraði við að annar

7

Document info
Document views314
Page views314
Page last viewedMon Jan 23 01:33:42 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments