X hits on this document

307 views

0 shares

0 downloads

0 comments

12 / 54

hver ferðamaður kæmi frá Bandaríkjunum eða Kanada, en hlutfall þeirra var komið niður í um þriðjung upp úr 1980. Undanfarinn áratug hefur hlutfall N-Ameríkubúa verið um 20%, en árin 2003 og 2004 var það þó komið niður í um 15% og þau ár komu fleiri Bretar til landsins en Vesturheimsbúar. Svo virðist sem sá hlutfallslegi samdráttur sem varð á ferðalögum Bandaríkjamanna til landsins um 2002 hafi því enn ekki gengið til baka.

Mynd 2.4 Heimsóknir erlendra ferðamanna eftir algengustu þjóðernum árið 2004, hlutfall af heild.

Heimild: Ferðamálastofa

Svo sem fram kemur á mynd 2.5 hafa ferðir Breta til Íslands aukist verulega síðustu árin. Árið 2000 voru þeir jafnmargir Þjóðverjum, eða um 31.500, en árið 2004 hafði fjöldi breskra ferðamanna vaxið í 60.000, en þýskum ferðamönnum hafði aftur á móti aðeins fjölgað í 38.500. Aukinn áhugi Norðurlandabúa á Íslandi kemur einnig glögglega fram. Ferðamenn þaðan voru um 72 þúsund árið 2002, en hafði fjölgað í  94 þúsund tveimur árum síðar. Hér ber þó að hafa í huga að þeim fækkaði um 13 þúsund á milli áranna 2001 og 2002.

Mynd 2.5 Fjöldi erlendra ferðamanna eftir þjóðerni árin 1980-2000, þúsundir gesta.

8

Document info
Document views307
Page views307
Page last viewedSat Jan 21 15:01:20 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments