X hits on this document

304 views

0 shares

0 downloads

0 comments

13 / 54

Heimild: Ferðamálastofa

Líklegt má telja að hryðjuverkin 11. september 2001 hafi haft meiri áhrif á ferðavenjur Bandaríkjamanna en annarra þjóða, en að auki styrktist gengi krónu gagnvart dollars meira en gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum á síðustu árum. Svo sem mynd 2.6 ber með sér lækkaði gengi bandaríkjadollars gagnvart krónu um 39% á tímabilinu janúar 2000 til desember 2004, en á sama tíma lækkaði breska pundið um 17% og evran um 7%. Ólík gengisþróun skýrir þó vart nema hluta af þessari þróun, því að ferðamönnum frá Bretlandi hefur fjölgað meira en t.d. frá Þýskalandi á undanförnum árum þótt evra hafi haldið verðgildi sínu gagnvart krónu betur en pundið, svo sem fram kemur á myndinni. Aftur á móti gæti gengisþróun krónunnar skýrt a.m.k. að hluta hvers vegna minni aukning hefur orðið á ferðum bandarískra ferðamanna, en einnig má benda á breytingar á ferðatíðni íslenskra flugfélaga vestur um haf.

Mynd 2.6 Gengisþróun nokkurra gjaldmiðla árin 1999-2005.

9

Document info
Document views304
Page views304
Page last viewedSat Jan 21 03:18:55 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments