X hits on this document

316 views

0 shares

0 downloads

0 comments

14 / 54

Pund: 17% lækkun jan.00-des.04

Dollar: 39% lækkun jan.00-des.04

Evra: 7% lækkun jan.00-des.04

Heimild: Seðlabanki Íslands

Á síðustu árum hefur framboð á flugferðum hingað til lands aukist verulega. Árið 1996 voru um 13.500 flughreyfingar, þ.e. komur og brottfarir, skráðir í áætlunarflugi á milli landa, en þeim hafði fjölgað í 21.600 árið 2004. Breska lággjaldflugfélagið Go flaug hingað frá Lundúnum nokkrum sinnum í viku árið 2001 og flugfélagið LTU flaug einu sinni í viku milli Egilsstaða og Düsseldorf með viðkomu í Keflavík árin 2002 og 2003. Snemma árs 2003 hóf Iceland Express reglulegar ferðir milli Keflavíkur og Lundúna og Kaupmannahafnar.

Mynd 2.7 Fjöldi áætlunarfluga til Íslands árin 1996-2004.

10

Document info
Document views316
Page views316
Page last viewedMon Jan 23 05:32:17 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments