X hits on this document

290 views

0 shares

0 downloads

0 comments

15 / 54

Heimild: Hagstofa Íslands

Framboð af gistirými á hótelum og gistiheimilum hefur jafnframt stóraukist undanfarin ár og getur það – ásamt tíðari ferðum í millilandaflugi – vafalítið skýrt hluta af auknum komum útlendinga til Íslands. Frá 2000 til 2005 fjölgaði herbergjum í boði um þriðjung. Mest var fjölgunin árin 2002 og 2005. Nýting herbergja breytist ekki mikið á árunum 1998 til 2004, en dalar þó heldur, þannig að samhengi helst milli framboðs og eftirspurnar á gistirými, þó að lítið verði fullyrt um orsakarsamhengi.

Tafla 2.1 Fjöldi hótela og herbergja árin 2000 - 2005.

Heimild: Hagstofa Íslands

Nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum hefur þó ekki farið yfir 85% í einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Þó er vel hugsanlegt að menn fái ekki það hótel sem þeir kjósa, eða að þeim sé vísað á gistiheimili í stað hótels. Á landsbyggðinni hefur staðsetning hótela líklega meiri áhrif á straum ferðamanna.

Alþjóðlegum fundum og ráðstefnum fjölgaði ár frá ári fram til ársin 2000, en síðan hefur þeim fækkað nokkuð og fjöldinn sveiflast meira frá ári til árs. Þessar sviptingar síðustu ára koma vel fram í töflu 2.2. Árið 2000 sóttu um 17.100 manns ráðstefnur á Íslandi, árið eftir voru ráðstefnugestir 8.300 en síðan 13.700 árið 2002 og 13.200 árið eftir. Árið 2004 féll fjöldinn niður í 8.400, en í fyrra voru ráðstefnugestir orðnir 15.000.

Tafla 2.2 Ráðstefnur hér á landi og fjöldi gesta árin 1993-2005.

11

Document info
Document views290
Page views290
Page last viewedThu Jan 19 11:45:31 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments