X hits on this document

303 views

0 shares

0 downloads

0 comments

16 / 54

Heimild: Anna Valdimarsdóttir, Ferðamálastofu, tölvupóstur.

Stjórnvöld hafa lengi komið að allri almennri kynningu á landi og þjóð í útlöndum. Nokkrum sinnum hefur verið sett fé aukalega í kynningarátak erlendis. Árin 1994/1995 og 1999/2001 voru settar sérstaklega 50 milljónir í kynningarátak og árin 2002 til 2005 voru lagðar 650 milljónir króna aukalega í kynningu á Íslandi erlendis.3 Vafalaust má rekja hluta af auknum ferðum útlendinga til Íslands á síðustu árum til þessara landkynningarátaka, en illmögulegt er að gera sér glögga grein fyrir hversu stóran hluta þess aukna áhuga megi rekja til kynningarátakanna.

2.3 Dvalarlengd erlendra ferðamanna

Erlendir ferðamenn dveljast að jafnaði aðeins fáeina daga hérlendis. Yfir sumarið 2004 dvaldist hver ferðamaður hér á landi í rúmar 10 nætur að meðaltali, en algengast var að menn dveldust í 7 nætur, samkvæmt könnun Ferðamálaráðs. Rúmlega 40% voru í viku eða skemur , en 15-20% voru í tvær vikur eða lengur. Yfir vetrarmánuðina (september til maí) er meðaldvölin fimm nætur, en algengast var að ferðamenn stoppuðu í þrjár nætur. Nær níu af hverjum tíu ferðamönnum dvöldust í viku eða skemur á landinu og einungis 3% lengur en tvær vikur.

3 Magnús Oddsson, tölvupóstur.

12

Document info
Document views303
Page views303
Page last viewedFri Jan 20 19:02:32 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments