X hits on this document

317 views

0 shares

0 downloads

0 comments

17 / 54

Mynd 2.8 Dvalarlengd erlendra ferðamanna. Hlutfall ferðamanna sem gisti tiltekinn fjölda nátta.

Heimild: Ferðamálastofa

Litlar breytingar virðast hafa orðið á dvalartíma ferðamanna á Íslandi á síðustu árum. Að sumarlagi hefur meðaldvalartíminn verið um 10 nætur allt frá 1997 til 2004.  Frá 1998 hefur meðalfjöldinn sveiflast í kringum fjórar nætur að vetrarlagi og er munur á milli ára vart tölfræðilega marktækur.4

2.4 Áfangastaðir erlendra ferðamanna

Ferðavenjur útlendinga hafa breyst nokkuð undanfarna áratugi. Fyrir tuttugu árum eða svo voru hringferðir með áætlunarbílum vinsælar, en nú fer fólk yfirleitt í ferðir á sérstaka áfangastaði og æ fleiri eru á bílaleigubílum. Auk þess að heimsækja höfuðborgina og láta margir sér nægja að skoða helstu staði í hóflegri akstursfjarlægð frá henni. Þótt sumir leggi leið sína fjær suðvesturhorninu er höfuðborgin og nágrenni hennar eftir sem áður langvinsælustu áningastaðirnir samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði. Á sumrin koma næstum allir erlendir ferðmenn til Reykjavíkur, þrír af hverjum fjórum að Geysi og yfir 60% segjast hafa farið til Þingvalla. Tæpur helmingur fer til Akureyrar og Mývatns. Skaftafell og Vík í Mýrdal eru

4 Meðalfjöldi gistinátta er fundinn með því að deila heildarfjölda gistinátta erlendra ferðamanna niður á fjölda heimsókna.

13

Document info
Document views317
Page views317
Page last viewedMon Jan 23 08:44:09 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments