X hits on this document

318 views

0 shares

0 downloads

0 comments

19 / 54

. Heimild: Ferðamálastofa

2.5 Ferðir Íslendinga

Líkt og fleiri þjóðir ferðast Íslendingar nú meira um heiminn en fyrir 30 árum og má nefna að árið 1972 fóru um 38 þúsund Íslendingar utan, en árið 2004 hafði fjöldi utanfara nífaldast í 345 þúsund. En það er ekki aðeins að landinn fari nú oftar út fyrir landsteinana, ferðir innanlands eru einnig orðnar mun algengari en áður. Betri vegir og bílar og almennari bílaeign hafa ýtt undir áhuga fleiri að ferðast um eigið land og í mörgum tilfellum virðist sem innanlandsferð sé raunverulegur valkostur við ferð til útlanda. Hér á eftir er fyrst fjallað um utanlandsferðir Íslendinga og síðan farið nokkrum orðum um ferðir þeirra innanlands.

2.5.1 Utanlandsferðir Íslendinga

Árið 1972 voru komur útlendinga til Íslands nálega tvöfalt fleiri en ferðir Íslendinga utan. Á næstu árum dró saman með ferðum útlendinga og Íslendinga og 1978 var svo komið að fleiri fóru héðan til útlanda en komu að utan. Í gegnum tíðina hefur þó fjöldi ferða Íslendinga til útlanda haldist nokkurn veginn í hendur við fjölda ferða erlendra ferðamanna til Íslands eins og sést á mynd 2.11. Ef til vill er það fyrst og fremst til marks um að sömu þættir hafa áhrif á ferðalög fólks til og frá landinu, svo sem tekjur, gengi, framboð flugferða og verð á fargjöldum. Þrjú frávik skera sig þó nokkuð úr. Á skattlausa árinu 1987 og fyrst þar á eftir voru ferðir Íslendinga heldur fleiri en

15

Document info
Document views318
Page views318
Page last viewedMon Jan 23 09:08:17 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments