X hits on this document

293 views

0 shares

0 downloads

0 comments

20 / 54

útlendinga og á samdráttaskeiðinu um miðjan tíunda áratuginn ferðaðist landinn minna en erlendir ferðamenn. Loks er líklegt að gengislækkun krónunnar seinni hluta árs 2000 og 2001 hafi dregið úr ferðalögum Íslendinga.

Mynd 2.11 Fjöldi heimsókna erlendra ferðamanna til Íslands og Íslendinga til útlanda árin 1972-2004.

Heimild: Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands

Hér er rétt að hafa í huga að þótt svo sumarleyfisferðir eða önnur frí séu stór hluti af ferðum Íslendinga til útlanda eru ferðir í viðskiptaerindum einnig snar þáttur í utanlandsferðum Íslendinga.5 Í hagtölum er ekki greint á milli tilgangs ferða Íslendinga til útlanda, en gera má ráð fyrir að atriði á borð við tekjur og gengisþróun vegi misþungt í ákvörðun einstaklinga og fyrirtækja.

Að öllu öðru óbreyttu má gera ráð fyrir að fólk ferðist meira eftir því sem tekjur þess hækka og að gengislækkun krónunnar dragi úr ferðavilja erlendis. Söguleg þróun endurspeglar vel þessa staðreynd. Á mynd 2.12 getur að líta breytingar á fjölda utanlandsferða Íslendinga og vergri landsframleiðslu, þ.e. hagvexti, sem hér er notuð sem mælikvarði á tekjur. Glögglega má sjá að sterkt, jákvætt samband er á milli þessara breyta; ferðalög aukast þegar tekjur hækka og dragast svo aftur saman þegar

5 Útlendingar koma vitaskuld einnig til Íslands í viðskiptaerindum þótt þær ferðir séu líklega hlutfallslega færri.

16

Document info
Document views293
Page views293
Page last viewedThu Jan 19 13:59:19 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments