X hits on this document

299 views

0 shares

0 downloads

0 comments

21 / 54

rýrnar í pyngjunni. Þetta samband virðist þó aðeins riðlast um 1990 og síðan breytast eilítið á síðasta áratug. Þá lítur út fyrir að tekjur næsta ár á eftir hafi meiri áhrif á ferðavilja Íslendinga en tekjur sama árs. Til að mynda varð óvenjumikill samdráttur í utanlandsferðum árið 2001, en landsframleiðsla dróst mikið saman árið eftir. Enda þótt þróun annarra ákvörðunarþátta, svo sem gengis, geti hér vitanlega átt hlut að máli, virðist eigi að síður sem ferðalangar hafi á þessum árum tekið að líta lengra fram á við áður en ákvörðun um ferð var tekin en þeir gerðu á níunda áratugnum.

Mynd 2.12 Breytingar á utanlandsferðum Íslendinga og vergri landsframleiðslu árin 1982-2003. Hlutfallstölur.

Heimild: Hagstofa Íslands

Til að kanna hvort sú fullyrðing að neytendur hafi breytt um hegðan var reiknuð einföld fylgni á milli breytinga á fjölda ferða og hagvaxtar árið eftir fyrir tvö tímabil, annars vegar árin 1982-1991 og hins vegar árin 1992-2003. Fylgni á fyrri tímabilinu mældist 0,08 og var tölfræðilega ómarktæk frá núlli, en á seinna tímabilinu var hún 0,69 og tölfræðilega marktæk. Þessar niðurstöður gefa ótvírætt tilefni til að ætla að neytendur hafi á síðasta áratug betur hugað að nánustu horfum þegar ákvarðanir voru teknar um ferðalög til útlanda, en þeir gerðu áratuginn þar á undan. Athuganir á þróun væntingarvísitölu Gallup staðfesta enn frekar þessar niðurstöður. Þessi vísitala hefur að vísu ekki verið reiknuð nema í nokkur undanfarin ár, en samkvæmt henni voru Íslendingar fremur svartsýnir árið 2002 en mun bjartsýnni næstu tvö ár þar á eftir. Sú

17

Document info
Document views299
Page views299
Page last viewedFri Jan 20 06:17:36 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments