X hits on this document

301 views

0 shares

0 downloads

0 comments

22 / 54

bjartsýni virðist hafa leitt til þess að þeir ferðuðust meira til útlanda þau tvö ár en hið fyrsta þegar þeim leist miður vel á framtíðna.

Nokkuð skortir á haldbær gögn um sögulega þróun verðs á utanlandsferðum frá Íslandi þótt vitað sé að meira hafi boðist af ódýrum ferðum undanfarin ár en áður. Raungengisþróun gefur hinsvegar vísbendingar um sveiflur í kostnaði utanlandsferða þar sem hærra gengi leiðir til þess að utanlandsferðir verða ódýrari að öðru óbreyttu. Myndin að neðan sýnir enda að raungengislækkanir hafa haldist í hendur við samdrátt í fjölda utanlandsferða og öfugt. Þó ber að hafa í huga við túlkun myndarinnar að raungengi sveiflast gjarnan í takti við landsframleiðslu sem hefur jákvæða fylgni við báðar stærðirnar á myndinni. Engu að síður virðist óhætt að draga þá ályktun að raungengi hafi áhrif á ferðahegðun Íslendinga vegna þess hve lækkun krónunnar eykur ferðakostnað í íslenskum krónum talinn.

Mynd 2.13 Breytingar á utanlandsferðum Íslendinga og raungengi árin 1982-2003. Hlutfallstölur.

Heimild: Hagstofa Íslands og Seðlabanki Íslands

2.5.2 Ferðalög Íslendinga innanlands

Á undanförnum áratugum hefur mjög færst í vöxt að Íslendingar ferðist um eigið land og eyði sumarfríi sínu a.m.k. að hluta til heima fyrir. Bílaeign landsmanna er hlutfallslega ein sú mesta á heimi og betri vegir, brýr og jarðgöng hafa stytt allar vegalengdir innanlands til muna. Þá eru bílar einnig þægilegri og neyslugrennri, auk

18

Document info
Document views301
Page views301
Page last viewedFri Jan 20 18:13:25 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments