X hits on this document

224 views

0 shares

0 downloads

0 comments

23 / 54

þess sem sumar bifreiðar eru orðnar það vel búnar að hægt er að aka þeim um fjöll og firnindi, sumar jafnt sem vetur. Fyrir vikið hefur landið opnast betur ferðamönnum, innlendum jafnt sem erlendum.

Ferðir Íslendinga innanlands eru þó með nokkuð öðrum brag en til útlanda. Þar dvelja þeir lengstum á hótelum, en hér heima verða tjaldstæði, orlofsbústaðir og fjallaskálar allt eins fyrir valinu. Árið 1998 voru gistinætur Íslendinga á öllum tegunda gististaða innanlands samtals nálega 524 þúsund, en nóttum hafði fjölgað í 655 þúsund árið 2004. Hlutur Íslendinga í innlendri gistingu var þá rétt rúmur þriðjungur. Svo sem fram kemur á mynd 2.14 hefur þó hlutur útlendinga farið vaxandi á síðustu árum og var orðinn um 70% árið 2004. Það árið nam samanlagður fjöldi gistinótta útlendinga nærri 1.480 þúsund nóttum og hafði aukist úr 1.017 þúsund nóttum sex árum áður.

Mynd 2.14 Fjöldi gistinótta á öllum tegundum gististaða á Íslandi árin 1998-2004. Þúsundir gistinótta.

Heimild: Hagstofa Íslands

Verulegur munur er hins vegar á því hvar Íslendingar og útlendingar kjósa að dvelja á ferðum sínum innanlands. Árið 2004 voru nær átta af hverjum tíu gistinóttum útlendinga á hótelum eða öðrum gistihúsum, en Íslendingar gistu þar aðeins í annað hvert skipti. Ríflega 35% íslenskra gistinótta voru á tjaldstæðum, en þar gisti aðeins tíundi hver útlendingur. Um 5% innlendra ferðamanna gistu í orlofshúsum og rúm

19

Document info
Document views224
Page views224
Page last viewedFri Dec 02 23:04:12 UTC 2016
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments