X hits on this document

305 views

0 shares

0 downloads

0 comments

24 / 54

4% í svefnpokaplássum. Farfuglaheimili voru aftur á móti vinsæl hjá útlendingum þar sem nálega 6% gistu. Þeir gististaðir sem Íslendingar velja eru alla jafna ódýrari en þeir sem útlendingar kjósa; meðaltekjur á hverja gistinótt eru því lægri þegar innlendir ferðamenn eiga í hlut.

Hafa verður í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar, að gistinætur í sumarbústöðum í einkaeign, óopinberum tjaldstöðum og hjá vinum og kunningjum eru ekki taldar með. Stór hluti Íslendinga nýtir sér þessa kosti á ferðum sínum, einkum hefur sumarbústöðum í einkaeign fjölgað mikið.

Mynd 2.15 Hlutfallsleg skipting gistinótta á Íslandi árið 2004 eftir tegund gistingar.

Heimild: Hagstofa Íslands

Áhugavert er að velta fyrir sér að hve miklu leyti ferðir Íslendinga innanlands koma í stað ferða til útlanda; hversu mikil staðkvæmdin er á milli þessara tveggja áfangastaða. Sé svo mætti ætla að óhagstæð gengisþróun krónunnar gæti aukið áhuga á að ferðast um Ísland og sterkt gengi krónu aftur á móti ýtt undir utanlandsferðir. Þetta samband er kannað lauslega á mynd 2.16 sem sýnir breytingar á raungengi íslensku krónunnar á árunum 1998-2004 og breytingar á fjölda utanlandsferða Íslendinga og gistinótta íslenskra ferðamanna innanlands. Á árunum 1998-2001 virðast breytingar á utanlandsferðum og gistinóttum hreyfast nokkurn veginn í takt, en árið 2002 – þegar krónan féll hratt – er greinilegt að Íslendingar hafa fremur kosið að

20

Document info
Document views305
Page views305
Page last viewedSat Jan 21 04:44:13 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments