X hits on this document

284 views

0 shares

0 downloads

0 comments

26 / 54

3 Þýðing ferðaþjónustu fyrir Íslenskt hagkerfi

Í þjóðhagsreikningum ræðst mikilvægi atvinnugreina af því hvers mikill virðisauki verður til í viðkomandi greinum og hversu mörg störfin eru. Atvinnugrein sem fáir fást við getur því skilað jafnmiklu til þjóðarbúsins og atvinnugrein sem margir vinna við ef sá virðisauki sem verður til í fyrrnefndu greininni er miklu meiri en sá sem skapast í þeirri síðarnefndu. Áhrif á hagvöxt ráðast aftur á móti fyrst og fremst af þeirri framleiðni sem er ríkjandi í viðkomandi atvinnugrein; ef hún er umfram það sem gerist á öðrum sviðum hagkerfisins mun greinin leggja hlutfallslega meira til hagvaxtar og svo aftur minna ef framleiðni í atvinnugreininni er léleg. Þá skiptir einnig máli hvaða óbeinu áhrif á framleiðni viðkomandi grein hefur, svo sem nánar verður vikið að hér á eftir. Í þessum kafla er fyrst farið nokkrum orðum um mikilvægi ferðaþjónustu fyrir landsframleiðslu og útflutning og síðar rætt um áhrif hennar á hagvöxt.

3.1 Hlutdeild í landsframleiðslu og útflutningi

Ólíkt ýmsum öðrum atvinnugreinum er skilgreining á því hvaða atvinnustarfsemi teljist til ferðaþjónustu ekki klippt og skorin heldur hefur Hagstofa Íslands farið þá leið að líta svo á að til ferðaþjónustu teljist tiltekið hlutfall af starfsemi ýmissa annarra atvinnugreina. Svo sem sýnt er í töflu 3.1 telst öll starfsemi ferðaskrifstofa og ýmis önnur ferðaþjónusta til ferðaþjónustu, 90% af starfsemi hótel og annarra gististaða, 80% af flugsamgöngum og 58% af landsamgöngum, en hlutur ferðaþjónustu í öðrum atvinnugreinum er lægri.

Tafla 3.1 Skilgreining Hagstofu Íslands á ferðaþjónustu.

22

Document info
Document views284
Page views284
Page last viewedWed Jan 18 10:29:04 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments