X hits on this document

312 views

0 shares

0 downloads

0 comments

27 / 54

Heimild: Hagstofa Íslands

Mæld með þessum hætti hefur ferðaþjónusta verið talin leggja til um 3-4% af vergri landsframleiðslu síðastliðna áratugi, en þetta hlutfall hefur hækkað nokkuð hin síðustu ár. Það var 3,5-4% upp úr 1970, lækkaði síðan í 2,3% árið 1979, en var komið yfir 5% árið 2003. Svipuð þróun kemur í ljós þegar litið er til fjölda starfa. Árið 1973 fengust ríflega 3% við störf tengd ferðaþjónustu og þetta hlutfall var áþekkt fram á miðjan tíunda áratuginn. Síðustu ár hefur það hækkað lítillega og var komið í 4,4% árið 2004. Þá var fjöldi starfa í ferðaþjónustu farinn að nálgast 7000 ársverk.

Mynd 3.1 Hlutur ferðaþjónustu í vergri landsframleiðslu og fjölda starfa.árin 1973-2004.

23

Document info
Document views312
Page views312
Page last viewedSun Jan 22 15:08:37 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments