X hits on this document

313 views

0 shares

0 downloads

0 comments

29 / 54

Heimild: Hagstofa Íslands

Á síðustu 25 árum virðast meðallaun í ferðaþjónustu lengstum hafa verið hærri en almennt á vinnumarkaði. Þetta kemur vel fram á mynd 3.3 sem sýnir hvernig hlutdeild ferðaþjónustu í heildarlaunum hefur þróast frá árinu 1979. Framan af tímabilinu eru laun í ferðaþjónustu hærra hlutfall af heildarlaunum í landinu en sem nemur hlutdeild ferðaþjónustunnar í heildarfjölda starfa; laun í ferðaþjónustu hafa þá verið hærri en annars staðar. Frá 1979 til 1994 óx hlutfallið úr 4% í 5,5% en síðan hefur það fallið nokkuð og færst nær hlutfalli greinarinnar í heildarfjölda starfa í landinu. Sennilegt er að hækkun launa í öðrum greinum hafi valdið þessari þróun. Á síðustu árum virðist þó sem störf í ferðaþjónustu hafi aftur orðið betur launuð.

Mynd 3.3 Hlutdeild ferðaþjónustu í heildarfjölda starfsmanna og heildarlaunum árin 1980-2003.

Heimild: Hagstofa Íslands

Meðalatvinnutekjur í hótel- og veitingarekstri eru lágar, eða um 60% af meðaltalstekjum hér á landi. Tekjurnar eru einungis lægri í landbúnaði, af þeim atvinnugreinum, sem gefnar eru upp í yfirliti Hagstofunnar. Hér er um að ræða öll laun, að meðtöldum yfirvinnu- og vaktagreiðslum, en vinnutími er mjög sérstakur í þessari grein, sem kunnugt er. Í samgöngum og flutningum eru atvinnutekjur hins vegar 7-12% hærri en að meðaltali á landinu árin 1998 til 2004. Tekjur í flugi eru yfirleitt hærri en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum á Íslandi.

25

Document info
Document views313
Page views313
Page last viewedSun Jan 22 16:18:45 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments