X hits on this document

295 views

0 shares

0 downloads

0 comments

30 / 54

Enda þótt ferðaþjónusta teljist ekki leggja til nema 4-5% af vergri landsframleiðslu er vægi greinarinnar mun meira þegar litið er til útfluttrar vöru og þjónustu. Við byrjun 21. aldar var ferðaþjónusta þriðja stærsta útflutningsgrein Íslendinga á eftir útflutningi á sjávarafurðum og áli og kísiljárni. Árið 2004 námu tekjur af ferðaþjónustu ríflega 12% af útfluttri vöru og þjónustu, en þetta hlutfall hefur verið 11-13% síðastliðinn áratug.

Mynd 3.4 Útflutningur vöru og þjónustu eftir atvinnugreinum árin 1990 og 2004.

Heimild: Hagstofa Íslands

3.2 Framleiðni og  ferðaþjónusta6

Svo sem nefnt var hér að framan getur ferðaþjónusta haft bæði bein og óbein áhrif á framleiðni og þar með hagvöxt. Þessum áhrifum má skipta í eftirfarandi þætti:

Bætt framleiðni vinnuafls: Sköpun nýrra starfa í ferðamannaþjónustu sem gefur fólki tækifæri til að afla sér hærri tekna en ella hefði orðið, að gefinni menntun, búsetu og starfsþjálfun.

Bætt framleiðni einkafjármagns: Aukin nýtni fastafjármuna vegna meiri veltu hjá fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti, svo sem þjónustu-, flutninga- og afþreyingarfyrirtækja. Utan við höfuðborgarsvæðið eru margs konar mannvirki, t.d. skólar og félagsheimili, sem eru mjög vannýtt af íbúum. Ennfremur kann staðbundið atvinnuleysi eða önnur vannýting vinnuafls að vera til staðar á ákveðnum svæðum.

6 Í þessu kafla er stuðst við Hagfræðistofnun (2003).

26

Document info
Document views295
Page views295
Page last viewedThu Jan 19 17:52:18 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments