X hits on this document

279 views

0 shares

0 downloads

0 comments

31 / 54

Bætt framleiðni opinbers fjármagns og innviða: Hlutdeild í kostnaði vegna notkunar innviða íslensks þjóðfélags, svo sem samgöngumannvirkja, sem kemur fram með beinum og óbeinum hætti til íslenska ríkisins. Hagræðið kemur einkum fram ef notkun landsmanna sjálfra er fremur lítil og aukinn fjöldi notenda tefur ekki fyrir þeim sem þegar nýta sér umferðarmannvirkin.

Sterkari grundvöllur fyrir sérhæfingu og fjölbreytni: Sérhæfing eða nýbreytni af einhverjum toga krefst ákveðins lágmarksfjölda af viðskiptavinum til þess að fastur kostnaður dreifist á nægilega margar einingar. Þjóðin er fámenn og hefur þess vegna takmarkað svigrúm til þess að skapa fjölbreytileika í verslun og þjónustu sem krefst fjárfestingar og byggir á stærðarhagkvæmni. Um leið og ferðamönnum fjölgar skapast aukið svigrúm að þessu leyti. Verslunar- og þjónustufyrirtæki spretta upp sem þjóna heimamönnum en ættu ekki tilverugrundvöll ef ferðamenn væru ekki til staðar.

Vitanlega er erfitt að aðgreina þessa þætti vegna þess að framleiðni fjármagns og vinnuafls hljóta að tengjast saman að miklu leyti. Hins vegar er ljóst af þessu að þjóðhagslegur ábati ferðaþjónustu er mun meiri úti á landsbyggðinni þar sem nýting fjármuna er verri og fjölbreytni minni vegna fólksfæðar, heldur en í höfuðborginni.

27

Document info
Document views279
Page views279
Page last viewedTue Jan 17 12:16:46 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments