X hits on this document

292 views

0 shares

0 downloads

0 comments

32 / 54

4 Áhrif gengisbreytinga á ferðaþjónustu

Í þessum kafla er ætlunin að kanna hvaða áhrif breytingar á gengi íslensku krónunnar hafi á íslenska ferðaþjónustu. Fyrirfram mætti búast við því að þessi áhrif gætu verið margþætt og bæði bein og óbein. Í fyrsta lagi gæti vilji og geta útlendinga til að heimsækja Ísland ráðist að nokkru leyti af gengi krónunnar. Í öðru lagi kann sterk króna að draga úr eyðslu þeirra meðan á Íslandsdvöl þeirra stendur þegar mælt er í íslenskum krónum. Í þriðja lagi dragast tekjur innlendra aðila saman þegar krónan er sterk og þjónusta er verðlögð í erlendri mynt. Í fjórða lagi getur hluti af kostnaði fyrirtæka í ferðaþjónustu, rétt eins og öðrum atvinnurekstri, verið gengisbundinn og því breyst í takt við hræringar á gengi krónunnar. Í fimmta lagi getur sterk króna ýtt undir ferðalög Íslendinga til útlanda og þar með dregið úr þeim tekjum sem innlendir aðilar hafa af íslenskum ferðamönnum. Hér á eftir er nánar vikið að þessum ólíku áhrifum og rætt um hvernig fyrirtæki geta brugðist við þeim vanda sem gengissveiflur geta valdið. Áður en lengra er haldið er þó rétt að víkja að samhengi gengis og afkomu.

4.1 Afkoma og raungengi

Nokkuð skiptir í tvö horn þegar afkoma í ferðaþjónustu á tímabilinu 1997-2003 er skoðuð. Rekstur hótela og samgangna á landi er tiltölulega stöðugur, en miklar sveiflur eru í rekstri veitingahúsa og samgangna á sjó og í lofti. Rekstrarafkoma veitingahúsa, þ.e. hagnaður fyrir fjármagnsliði, versnar mikið árið 1999 og er undir núlli öll árin eftir það. Miklar sveiflur voru á gengi krónunnar á árunum 1997 til 2003 og því erfitt að kenna því um bágan rekstur staðanna allan þennan tíma. En þegar horft er á efnahagsreikninga atvinnugreina sést að eignir matsölustaða hafa stækkað mun meira en tekjur þeirra á þessum árum. Offjárfesting kann að eiga þátt í bágri afkomu þessara staða undanfarin ár. Flugsamgöngur ganga illa árin 2000 og 2003 og samgöngur á sjó eru reknar með tapi árin 2000, 2002 og 2003. Öll þessi ár var gengi krónunnar með sterkara móti, þótt það væri þó lítið miðað við það sem síðar varð.

Tafla 4.1 Rekstarafgangur atvinnugreina árin 1997-2003 sem hlutfall af rekstartekjum.

28

Document info
Document views292
Page views292
Page last viewedThu Jan 19 13:50:41 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments