X hits on this document

277 views

0 shares

0 downloads

0 comments

33 / 54

Heimildir: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar.

Þrátt fyrir gengissveiflur hefur kaupmáttur launa hér á landi vaxið jafnt og þétt allt frá 1995. Kaupmáttaraukningin er líklega nálægt 50% á árunum 1995-2005.7 Með auknum kaupmætti eykst eftirspurn eftir ýmis konar þjónustu, svo sem gistirými og veitingum. Sú varð einnig raunin á árunum 1992 til 1997 en samkvæmt athugun Hagstofunnar jókst hlutfall veitinga- og gististaða þá úr 4% af neyslu landsmanna í ríflega 5%. Síðan hefur hlutur þessarar þjónustu í neyslu haldist óbreyttur. Landsmenn eyða um 2% af neyslufé sínu í flutninga, þ.e. ferðir í flugi, á sjó eða með leigubílum, rútum og strætisvögnum. Hlutfallið jókst hægt til 2002, en hefur dalað heldur síðan og kann þar lækkað verð á utanlandsferðum að ráða nokkru.

Á mynd 4.1 má sjá hlutfallslegan launakostnað á Íslandi og í viðskiptalöndunum. Þessi tala er stundum nefnd raungengi á mælikvarða launa. Þegar krónan hækkar eða verð hækkar meira hér á landi en annars staðar hækkar talan. Jafnframt sýnir myndin afkomu veitinga- og gistihúsa, sem hlutfall af rekstrarkostnaði. Þegar litið er á afkomu veitinga- og gistihúsa saman og raungengi krónunnar á mælikvarða launa má sjá nokkurt samband þar á milli. Á árunum 1987 til 1988 var raungengi krónunnar hátt og afkoma slæm í veitinga- og hótelrekstri. Þegar raungengið hækkaði í lok tíunda áratugarins og aftur eftir 2001 versnaði afkoman aftur.

Mynd 4.1 Afkoma og hlutfallslegur launakostnaður veitinga- og gistihúsa árin 1973-2004.

7 Sjá Sigurður Jóhannesson (2005).

29

Document info
Document views277
Page views277
Page last viewedTue Jan 17 09:22:04 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments