X hits on this document

300 views

0 shares

0 downloads

0 comments

35 / 54

Mynd af afkomu flugrekstrar og raungengi á mælikvarða launa bendir einnig til þess að töluvert samhengi sé þar á milli. Afkoma er slök í lok níunda áratugarins þegar krónan er sterk, en hún batnar með fallandi raungengi eftir það. Árið 1994, þegar raungengi krónunnar er með lægsta móti, er afkoma flugfélaga upp á sitt besta.

Mynd 4.2 Afkoma og hlutfallslegur launakostnaður í flugrekstri árin 1973-2004.

Aðfallsgreining bendir til þess að afkoma flugfélaga versni um 0,24% af rekstrartekjum þegar raungengi á mælikvarða launa hækki um eitt prósent. Heldur minni tregða er i afkomunni en í rekstri hótela og veitingastaða. Ef afkoman batnar um eitt prósent af rekstrartekjum má búast við að afkoman verði 0,3% skárri en ella árið á eftir. Þessi breyta er reyndar ekki tölfræðilega marktæk. Raungengið er eina breytan sem telst hafa marktæk áhrif á afkomuna. Jafnan í heild skýrir 41% af breytileika í afkomu flugfélaga.

Tafla 4.3 Afkoma flugfélaga árin 1983-2003. Aðfallsgreining.

31

Document info
Document views300
Page views300
Page last viewedFri Jan 20 08:36:40 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments