X hits on this document

294 views

0 shares

0 downloads

0 comments

36 / 54

Fjöldi athugana: 21. Skýringarhlutfall 41%.

4.2 Samkeppnisstaða Íslands

Ákvörðun einstaklings um hvaða land skuli næst sækja heim getur ráðist af fjöldamörgum þáttum. Landkynning, umfjöllun í fjölmiðlum og umtal vina og kunningja sem og framboð á ferðum og gistirými skiptir vitaskuld máli, ekki síður en hagrænir þættir á borð við tekjur viðkomandi, almennt efnahagsástand og væntingar, verð á fargjaldi og kostnaður við að ferðast og dvelja í viðkomandi landi. Hér verður hugað nánar að síðasttalda atriðinu; samkeppnisstöðu Íslands.

Verðlag á Íslandi er núna með hæsta móti miðað við verðlag í öðrum löndum. Samkvæmt mælingum Seðlabankans hefur verðlag á Íslandi ekki verið hærra en það varð 2005 miðað við viðskiptalöndin undanfarinn aldarfjórðung, að árinu 1988 einu undanskildu. Þetta hlutfall er kallað raungengi á mælikvarða verðlags. Sveiflurnar í raungengi eru mjög hraðar. Gengi krónunnar hrapaði frá 2000 til 2001 og raungengið var í algjöru lágmarki árið 2001. Næstu fjögur ár hækkaði raungengið um rúman fjórðung.  

Mynd 4.3 Þróun raungengis íslensku krónunnar á mælikvarða verðlags árin 1980-2005. Vísitala: 1980=100.

Heimild: Seðlabanki Íslands.

32

Document info
Document views294
Page views294
Page last viewedThu Jan 19 17:22:54 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments