X hits on this document

308 views

0 shares

0 downloads

0 comments

37 / 54

Lítum þessu næst á þau lönd sem hugsanlega mætti telja helstu keppinauta Íslands um erlenda ferðamenn um þessar mundir. Í könnun Ferðamálaráðs Íslands meðal erlendra ferðamanna, sem gerð var á tímabilinu september 2004 til maí 2005, kom fram að Bandaríkin og Kanada eru þó lönd sem ferðamenn, sem sóttu Ísland heim, hefði þótt líklegast að fara til ef af Íslandsferð hefði ekki orðið. Bretland og Írland komu þær næst á eftir, en fjórði hver ferðamaður sagði að eitthvert þessara fjögurra landa hefði getað orðið fyrir valinu í stað Íslands. Næst á listanum komu síðan Noregur, Frakkland og Ítalía, og síðan Skotland og Grænland. Flest eru þessi lönd næstu nágrannar okkar, þannig að hugur þeirra ferðamanna sem komu til Íslands hefur greinilega staðið til ferðar á norðlægar slóðir. Einungis um 1% þeirra sem spurðir voru í könnuninni nefndi lönd í Austur-Evrópu, svo sem Pólland og Tékkland. Af þessu má draga þær ályktanir að Ísland sé fyrst og fremst að keppa við önnur lönd í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum þar sem verðlag er fremur hátt og meira að segja sums staðar álíka hátt og hérlendis, svo sem í Noregi.

Tafla 4.4 sýnir hlutfallslegt verðlag einkaneyslu í nokkrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum miðað við verðlag á Íslandi. Glögglega kemur fram að verðlag í löndum Austur-Evrópu er mun lægra en hérlendis, eða einungis um 40% af verðlagi íslenskrar landsframleiðslu og samkeppnisstaða Íslands er einnig erfið gagnvart löndum Suður-Evrópu. Árið 2005 var verðlag í þeim löndum sem tilgreind eru í töflu 4.4. hvergi hærra en á Íslandi, en áratug áður var verðlag í öðrum Norðurlöndum, Frakklandi, Þýskalandi og Sviss hlutfallslega hærra en hér. Þessa þróun má bæði rekja til mismunandi verðlagshækkana og gengisbreytinga.

Tafla 4.4 Verðlag landsframleiðslu í löndum OECD 1995-2005. Vísitala: Ísland=1.

33

Document info
Document views308
Page views308
Page last viewedSat Jan 21 18:09:23 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments