X hits on this document

278 views

0 shares

0 downloads

0 comments

38 / 54

Heimildir: OECD, eigin útreikningar. Þessum tölum er ætlað að gefa hugmynd mun á verðlagi frá einu landi til annars á hverju ári fyrir sig fremur en um verðbreytingar.

Hátt verðlag á Íslandi miðað við önnur lönd getur – að öðru óbreyttu – dregið úr ferðum hingað. Matur er óvíða dýrari en hér, og áfengi sömuleiðis, en bílaleigubílar hafa að vísu lækkað í verði undanfarin ár.  Þennan fróðleik má bæði fá frá þeim sem hingað hafa komið áður og hann er líka að finna í ferðamannabæklingum. Ætla má að þeir sem hyggja á för til landsins á eigin vegum viti þetta flestir, en þessir ferðamenn eru hugsanlega lítt næmir fyrir háu verðlagi og hátt raungengi hefur því vart mikil áhrif á ferðir slíks fólks. Um hópferðir gegnir nokkuð öðru máli. Ferðaskrifstofur sem skipuleggja þær horfa mjög á verð á hótelum og ferðum og hætt er við ferðir sem taldar eru of dýrar. Þá skiptir hlutfallslegt verðlag einnig miklu máli þegar ráðstefnum er valinn staður.

Af samtölum við aðila í íslenskri ferðaþjónustu að dæma má ráða að viðskiptavinir íslensku ferðaþjónustuaðila falli í tvo hópa hvað varðar næmni fyrir gengisbreytingum og raunar verðbreytingum á ferðum hingað til lands yfir höfuð. Annarsvegar er um að ræða ferðamenn sem eru lítt næmir fyrir gengisbreytingum. Þeirra á meðal eru ferðamenn sem staðráðnir eru í að heimsækja landið einhvern tíma á lífsleiðinni og setja verð því ekki fyrir sig. Benda má á að tæplega 70% svarenda í fyrrnefndri könnun Ferðamálaráðs sögðu ekkert annað land en Ísland hafa komið til greina.

34

Document info
Document views278
Page views278
Page last viewedTue Jan 17 12:13:52 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments