X hits on this document

273 views

0 shares

0 downloads

0 comments

39 / 54

Einnig fylla þennan flokk viðskiptaferðalangar en rannsóknir hafa sýnt að eftirspurn eftir viðskiptaferðum milli landa er mjög ónæm gagnvart verðbreytingum.8hluti ferðaþjónustumarkaðarins sem næmastur er fyrir verði og þar með gengi eru hinsvegar svonefndar hvataferðir. Slíkar ferðir ganga út á að selja fyrirtækjahópum pakkaferðir þar sem upplifun, s.s. í jöklasafaríi, er höfuðatriði. Á þessum markaði er því allt eins verið að keppa við eyðimerkursafarí í Sádí-Arabíu og fyrirtækin sem skipuleggja ferðirnar hika ekki við að velja ódýrasta kostinn. Einnig er sennilegt að ákvarðanir um ráðstefnuhald ráðist á svipuðum forsendum. Þeir sem sækja ráðstefnur eru ekki fyrst og fremst að kynnast land og þjóð, heldur sækja þeir tiltekna þjónustu.

4.3 Raungengi krónunnar og útlendir ferðamenn

Í kafla 2.1 hér að framan var vikið nokkuð að áhrifum breytinga á raungengi á komur erlendra ferðamanna til Íslands. Bent var á að enda þótt fyrirfram mætti ætla að neikvætt sambandi væri á milli þessara stærða virtust fyrirliggjandi gögn ekki benda til þess að úr ferðamannastraumi til landsins drægi þegar raungengi krónunnar styrktist eða að hann ykist er raungengið veiktist. Hér er rétt að hafa í huga að raungegni krónu getur styrkst af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess að verðlag innanlands hækki meira en verðlag utanlands, og hins vegar ef nafngengi krónunnar styrkist. Raungengi getur þar af leiðandi hækkað enda þótt nafngengi standi í stað ef verðlag hækkar meira innanlands en utan.

Til að kanna þetta samhengi frekar var notuð aðfallsgreining og rannsakað hvaða áhrif raungengi, olíuverð og hagvöxtur í hverju landi fyrir sig hefðu á komur ferðamanna til landsins. Athugunin náði til tímabilsins 1982-2004.

Tafla 4.5 Breytingar í fjölda ferðamanna frá sex löndum árin 1982 til 2004. Aðfallsgreining.

8 Sjá Kanadíska fjármálaráðuneytið (2004).

35

Document info
Document views273
Page views273
Page last viewedTue Jan 17 01:04:38 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments