X hits on this document

271 views

0 shares

0 downloads

0 comments

40 / 54

Allar tölur í lógariþmum. Fjöldi athugana: 126. Skýringarhlutfall 20%.

Niðurstöður gefa til kynna að þessar þrjár breytur – breytingar í raungengi, olíuverði og landsframleiðslu viðkomandi ferðamanna – skýri einungis lítinn hluta af þeim breytingum sem orðið hafa á komum erlendra ferðamanna á þessu tímabili. Skýringarhlutfallið er 20%, en það þýðir að fjórir fimmtu hlutar af breytileika í fjölgun ferðamanna eru óskýrðir. Í ljós kom að breyting á raungengi á viðkomandi ári hafði tölfræðilega ómarktæk áhrif á breytingar á fjölda ferðamanna. Aftur á móti reyndist raungengi krónunnar árið á undan hafa marktæk áhrif, sem og breyting á olíuverði og breyting á landsframleiðslu þess lands sem ferðamennirnir komu frá. Þegar vegið raungengi krónunnar árið á undan er 1% hærra fækkar ferðamönnum um liðlega hálft prósent að jafnaði. Þetta kemur nokkuð á óvart því svo sem fram kom í kafla 2.1 hér að framan ákveða flestir útlendingar ferðir sínar hingað með tiltölulega stuttum fyrirvara. Hér er rétt að hafa í huga að hin tölfræðilega athugun byggir á gögnum frá árunum 1982-2004, en trúlegt er að allt fram á síðustu ár hafi ferðamenn tekið ákvarðanir um Íslandsferð með lengri fyrirvara en þeir gera nú á tímum lággjaldaflugferða og Netpantana.

Verð á ferðum til landsins ræður nokkru um fjölda ferða hingað. Olíuverð gefur vísbendingu um verð á flugmiðum, þó að margt fleira hafi þar áhrif og þá einkum samkeppnisaðstæður í flugi. Þegar olíuverð í dollurum hækkar um 1% fækkar ferðum hingað um 0,1%. Gera má ráð fyrir að hærra olíuverð hafi áhrif á flugferðir til annarra landa einnig og er óljóst hvort olíuverðshækkanir dragi meira eða minna úr ferðum hingað til lands en til annarra landa. Þá eru ferðalög til útlanda næm fyrir breytingum í tekjum samkvæmt tölfræðilíkaninu. Ferðalög eru munaðarvara. Þeim er frestað þegar tekjur dragast saman og þeim fjölgar mikið þegar tekjur aukast. Þegar landsframleiðsla í heimalandinu eykst um 1% fjölgar ferðum um 1,5%.

36

Document info
Document views271
Page views271
Page last viewedThu Dec 22 16:23:54 UTC 2016
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments