X hits on this document

286 views

0 shares

0 downloads

0 comments

41 / 54

Þetta eru athyglisverðar niðurstöður. Breytingar á raungengi í ár hafa ekki nein marktæk áhrif á breytingar á fjölda ferðamanna sama ár, en aftur á móti breytingar á raungengi í fyrra. En eins og þegar hefur verið bent á taka langflestir ákvörðun um að koma til landsins með minna en fjögurra mánaða fyrirvara, og þeir eru trúlega ekki að velta fyrir sér hvernig gengið var í fyrra þegar þeir ákveða sig. Af þessu virðist því mega draga þá ályktun að breytingar á raungengi hafa tæpast ráðandi áhrif á það hvort ferðamenn koma til landsins eða ekki. Breytingar á olíuverði og landsframleiðslu í þeim löndum sem ferðamenn koma frá reynast vissulega hafa marktæk áhrif á ferðamannastraum til Íslands, en þar sem útskýringarmáttur líkansins er tiltölulega slakur er augljóst að taka þarf tillit til fleiri þátta en þeirra þriggja, sem hér hafa verið tilgreindir, þegar leitað er skýringa á því hvað ráði því hvort útlendingar komi til landsins. Þar má t.d benda á atriði eins og umfjöllun um landið í erlendum fjölmiðlum, Íslandskynningar og frásagnir vina og kunningja sem sótt hafa landið heim. Alþekkt er að slíkt umtal getur kveikt áhuga og dregið fólk til landsins. Aukið framboð af ódýrum flugferðum og meira gistirými virðist, svo sem áður var nefnt, hafa aukið eftirspurn eftir Íslandsferðum.

Fyrirfram mætti ætla að raungengi gæti bæði haft áhrif á fjölda ferðamanna og eyðslu þeirra meðan á dvöl þeirra stendur. Hér að framan komu fram vísbendingar um það að raungengi hafi ekki mjög sterk áhrif á það hvort útlendingar koma til landsins og sams konar greiningu má beita til að kanna hvaða áhrif raungengissveiflur hafa á eyðslu ferðamanna hér á landi mælda í bandaríkjadölum (sjá töflu 4.6). Þegar raungengi krónunnar hækkar um 1% eyðir útlendingur 2% fleiri bandaríkjadölum hér á landi en áður, samkvæmt þessu mati. Þetta er nokkuð í anda þess sem mátt hefði vænta, þ.e. að eftir því sem dýrara sé hlutfallslega hér á landi þurfi ferðamenn að auka neyslu sína í sínum eigin gjaldeyri talið til að kaupa sér gistingu, mat og aðra þjónustu og vörur. Hins vegar eru áhrifin sterkari en gera hefði mátt ráð fyrir. Enda þótt niðurstöðurnar séu tölfræðilega marktækar er ekki hægt að hafna þeirri tilgátu að eyðsla útlendinga breytist hlutfallslega jafnmikið og nemur hækkun raungengis, þ.e. að ef raungengið hækki um 1% muni eyðsla ferðamanna í erlendri mynt einnig aukast um 1%.

Tafla 4.6 Breytingar i eyðslu hvers ferðamanns, mældum í bandaríkjadölum árin 1982-2004. Aðfallsgreining.

37

Document info
Document views286
Page views286
Page last viewedWed Jan 18 17:04:11 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments