X hits on this document

323 views

0 shares

0 downloads

0 comments

42 / 54

Allar tölur í lógariþmum. Fjöldi athugana: 22. Skýringarhlutfall 44%.

Neikvætt samband –virðist aftur vera á móti breytinga í raungengi árið á undan og eyðslu í ár. Hins vegar er jákvætt samband á milli breytingar í raungengi fyrir tveim árum og eyðslu nú.

4.4 Hlutfall innlendra og erlendra gjaldmiðla í kostnaði og tekjum

Fyrirtæki sem selja afurðir sína erlendis eða þjónustu til erlendra ferðamanna afla iðulega hluta tekna sinna í erlendum gjaldeyri. Slík fyrirtæki geta lent í erfiðleikum ef alvarlegt misvægi er á milli þess hluta tekna sem er í erlendri mynt og þeim hluta kostnaðar sem til fellur í erlendum gjaldeyri.

Örðugt er að afla óyggjandi upplýsinga um hversu stór hluti kostnaðar og tekna er í erlendri mynt, en í þessari skýrslu var farin sú leið að ræða við ýmsa ferðaþjónustuaðila og spyrja þá út í ýmis atriði þessu lútandi. Niðurstöðurnar eru teknar saman í töflu 4.7.

Tafla 4.7 Hlutur erlendra mynta í kostnaði og tekjum ferðaþjónustuaðila og erlendar lántökur þeirra í ársbyrjun 2006.

Heimildir: Viðtöl Hagfræðistofnunar við ýmsa aðila í ferðaþjónustu.

Ferðaskrifstofur eru sá hluti ferðaþjónustunnar sem hefur stærstan hluta tekna sinna í erlendum gjaldmiðli og er áætlað að hlutfallið sé nálægt 90%. Aftur á

38

Document info
Document views323
Page views323
Page last viewedTue Jan 24 03:51:52 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments