X hits on this document

289 views

0 shares

0 downloads

0 comments

43 / 54

móti fellur eingöngu um þriðjungur kostnaðar til í erlendri mynt og því er mikið misvægi þar á milli. Í flugrekstri eru erlendar tekjur um tveir þriðju hlutar allra tekna, en hlutfall erlends kostnaðar 35-45%. Allgott samræmi virðist vera hjá áætlunarbílafyrirtækum og bílaleigum á milli erlendra tekna og kostnaðar, en hjá hótelum er um fimmtungur tekna erlendur en erlendur kostnaður lítill sem enginn. Hjá þeim sem skipuleggja ferðir innanlands er áætlað að fjórðungur tekna sé að jafnaði erlendur, en dæmi munu um að þær séu allt að 90%. Alls má ætla að nálægt 45% af tekjum ferðaþjónustunnar sé í erlendum gjaldeyri. Á móti kemur að um fjórðungur kostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja er í gjaldeyri. Eftir stendur að tekjur í gjaldeyri umfram kostnað eru um fimmtungur tekna ferðaþjónustunnar. Mest stendur út af í rekstri ferðaskrifstofa og hjá flugfélögunum.

Svo sem fram kemur í töflunni segjast sumir aðilar ekki hafa mikinn annan erlendan kostnað en gjöld vegna lántöku. Á undanförnum árum hefur víða í ferðaþjónustu verið ráðist í töluverðar fjárfestingar og margar þeirra eru fjármagnaðar að hluta eða öllu leyti með lántöku í erlendri mynt. Fjármagnskostnaður vegna þess mun því aukast ef gengi íslensku krónunnar lækkar.

Þá er rétt að taka fram að vegna þess hve Ísland er opið hagkerfi hafa breytingar á gengi krónunnar áhrif á almennt verðlag í landinu, en nokkur tími getur liðið þar til þau áhrif koma að fullu fram. Þess vegna mun gengislækkun hafa áhrif á öll fyrirtæki í ferðaþjónustu sem öðrum atvinnugreinum, þar sem lækkunin hefur áhrif á verð á almennri vöru og þjónustu og seinna meir einnig kauplag.9

4.5 Ferðir Íslendinga til útlanda

Í kafla 4.2 hér að framan var bent á að verðlag á Íslandi væri hærra en víðast annars staðar og það drægi úr samkeppnisstöðu landsins. Sýnt var fram á að raungengi krónunnar hefur verið mun hærra en flestra annarra gjaldmiðla og það gæti verið einn af þeim þáttum er máli skipta þegar erlendir ferðamenn væru að gera upp á milli áfangastaða.

9 Sjá Hagfræðistofnun (2005)  

39

Document info
Document views289
Page views289
Page last viewedThu Jan 19 07:32:13 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments