X hits on this document

282 views

0 shares

0 downloads

0 comments

44 / 54

Í töflu 4.4 var verðlag landsframleiðslu borið saman á milli nokkurra Evrópulanda og Bandaríkjanna til að sýna fram á samkeppnisstöðu Íslands gagnvart öðrum löndum, og í töflu 4.8 er farin svipuð leið, utan hvað núna sýna tölurnar verðþróun í hverju landi fyrir sig miðað við Ísland (þetta er með öðrum orðum raungengi gjaldmiðlanna á mælikvarða neysluverðs). Mest lækkaði verðlag frá 2001 til 2005 í Bandaríkjunum og Bretlandi, eða um 35-40%, og munar mest um lækkun gjaldmiðla þessara landa gagnvart krónunni. Meginlandsgjaldmiðlarnir hafa lækkað minna. Hlutfallslegt verðlag í öðrum Vestur-Evrópulöndum en Bretlandi lækkaði um nálægt 15% frá 2001 til 2005. Sömu sögu er að segja um Pólland, en hlutfallslegt verðlag í Tékklandi og Ungverjalandi hefur lítið breyst undanfarin ár. Fyrir íslenskan ferðamann er því nú orðið verulega freistandi að halda vestur um hafa eða til Bretlandseyja og það hafa líka margir Íslendingar gert á síðustu mánuðum og misserum.

Tafla 4.8 Verðbreyting neyslu í nokkrum Evrópulöndum miðað við Ísland árin 1995-2005. Vísitala: 2001=100

Heimild: Hagstofan, Seðlabanki Íslands, eigin útreikningar. Byggt á samræmdri neysluverðsvísitölu, sem ætlað er að mæla verðbreytingar.

Til að kanna nánar hvaða áhrif raungengi hefur á utanlandsferðir Íslendinga var gerð aðfallsgreining, en nú var einnig tekið tillit til hagvaxtar í landinu. Á þann hátt var reynt að ráða í hvaða áhrif hærri tekjur hefðu á ferðafjölda landans. Athugunin náði til áranna 1982-2005. Í ljós koma að bæði breytingar á raungengi og hagvöxtur reyndust skýra hvers vegna ferðafjöldi Íslendinga breyttist og að líta varð bæði til breytinga á raungengi og hagvexti á yfirstandandi ári og árinu á undan. Þegar hlutfallslegt verðlag á Íslandi (raungengi) hækkar um 1% fjölgar utanlandsferðum á 2 árum um ríflega 1%.

40

Document info
Document views282
Page views282
Page last viewedTue Jan 17 23:58:23 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments