X hits on this document

287 views

0 shares

0 downloads

0 comments

45 / 54

Þegar tekjur landsmanna aukast um 1% fjölgar utanferðum einnig um nálægt 1% á tveim árum. Það virðist sums sé vera fullkomin samsvörun til lengri tíma litið á milli breytinga í tekjum og raungengi annars vegar og utanlandsferða hins vegar. Útskýringarhlutfall þessar fjögurra breyta er allgott, eða um 70% af sveiflum í utanlandsferðum Íslendinga á árunum 1982-2005.

Tafla 4.9 Fjölgun ferða Íslendinga til útlanda frá 1981 til 2004. Aðfallsgreining.

Allar tölur í lógariþmum. Fjöldi athugana: 24. Skýringarhlutfall 68%.

4.6 Viðbrögð við gengisáhættu

Fyrirtæki í ferðaþjónustu geta brugðist við gengisáhættu með ýmsu móti. Þau geta freistað þess að hafa betra samræmi á milli þess hluta kostnaðar og tekna sem er í erlendri mynt, reynt að ýta gengisáhættu yfir á næsta lið í sölukeðjunni, t.d. innlenda ferðaheildsölu, eða notað afleiðuviðskipti til að draga úr gengisáhættu til skamms tíma. Hér verður farið nokkrum orðum um þessa þætti.

4.6.1 Samræmi á milli innlendrar myntar og erlendra

Fyrirtæki sem hafa hluta kostnaðar og tekna í erlendri mynt geta freistað þess að breyta þeim hlutföllum þannig að betra samræmi sé á milli innlendrar og erlendra mynta. Þessi leið getur þó verið vandfarin af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi getur verið erfitt að breyta samsetningu kostnaðar vegna þess að suma framleiðsluþætti, einkum vinnuafl, er erfitt að kaupa erlendis frá. Algeng leið til að færa hluta kostnaðar yfir í erlenda mynt er að hafa lánsfé í erlendum gjaldeyri. Þegar gengi íslensku krónunnar styrkist, og erlendar tekjur dragast þar af leiðandi saman í krónum talið, lækka um leið vaxtagreiðslur og afborganir af erlendu lánunum í íslenskum krónum talið. Misjafnt er þó hversu mikla möguleika fyrirtæki hafa í þeim efnum vegna þess hversu fjármagnskostnaður er misjafnlega stór útgjaldaliður þeirra á meðal. Til að

41

Document info
Document views287
Page views287
Page last viewedWed Jan 18 18:46:49 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments