X hits on this document

274 views

0 shares

0 downloads

0 comments

46 / 54

mynda er nokkuð um að gististaðir leigi þær fasteignir sem notaðar eru til rekstrarins og verða lántökur því hverfandi hluti af kostnaði viðkomandi fyrirtækis. Sú lausn hefur hinsvegar í sumum tilvikum verið notuð að fasteignirnar eru leigðar í erlendri mynt. Það dregur úr áhættu í rekstri gististaðarins með svipuðum hætti og erlend lántaka myndi gera. Auk þess dregur úr áhættu eiganda fasteignarinnar ef hann fjármagnar sinn rekstur með erlendum lánum.

Í öðru lagi geta fyrirtæki reynt að færa tekjur sínar úr erlendri mynt í krónur. Hér getur einnig verið við ramman reip að draga. Öll ferðaþjónustufyrirtæki eiga í raun í alþjóðlegri samkeppni, hvort sem starfsemi þeirra fer eingöngu fram innanlands eða einnig erlendis, en þau hafa sum hver möguleika á að færa verðlagningu sína úr erlendri mynt í krónur og ýta þannig gengisáhættunni á aðra, t.d innlendar ferðaskrifstofur. Þessi leið er ófær fyrir þau fyrirtæki sem hafa starfsemi erlendis, svo sem flugfélög, sem þurfa að selja þjónustu sína í mynt viðkomandi lands.

4.6.2 Gengisbreytingar og sölukeðja

Hér áður var sölukeðjan frá ferðaþjónustufyrirtækinu til neytenda yfirleitt þannig að fyrirtækið seldi ferðir, gistingu eða aðra þjónustu til innlendrar ferðaheildsölu, sem seldi áfram einstakar ferðir eða gistingu eða bjó til pakka sem seldur var á erlendum markaði, annað hvort til erlendrar ferðaheildsölu eða beint til neytenda. Erlenda ferðaheildsalan sá að öðrum kosti um söluna til neytenda. Sölukeðjan var því þessi:

Ferðaþjónusta – Innlendur ferðaheildsali – Erlendur ferðaheildsali – Neytandi

Þetta fyrirkomulag hafði í för með sér að gengisáhættan lenti annað hvort á innlenda ferðaheildsalanum eða innlenda ferðaþjónustuaðilanum, þar eð erlendi aðilinn, hvort heldur var ferðaheildsali eða neytandi, greiddi fyrir ferðina í sinni eigin mynt. Nýleg gengisþróun hefur leitt til þess að innlend ferðaþjónustufyrirtæki hafa reynt að gefa upp verð gagnvart innlenda ferðaheildsalanum í krónum og því hafa íslenskar ferðaheildsölur í auknum mæli mátt bera gengisáhættuna. Eins og fram kom hér að ofan eru um 90% af tekjum þeirra í erlendri mynt, en aðeins um þriðjungur kostnaðar. Innlendir aðilar hafa einnig freistað þess í auknum mæli að stytta sölukeðjuna með því t.d. að nota Netið í auknum mæli. Ferðaskrifstofur hafa enn sem komið er

42

Document info
Document views274
Page views274
Page last viewedTue Jan 17 01:09:22 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments