X hits on this document

315 views

0 shares

0 downloads

0 comments

47 / 54

ekki nýtt sér möguleika á sölu beint til neytenda nema að litlu leyti, en aðrir aðilar gera mun meira af því að selja beint til erlendra ferðamanna og sumir, eins og t.d. flugfélögin, nota Netið mikið, svo sem fram kemur í töflu 4.10. Þessi þróun leiðir til þess að sölukeðjan styttist, auk þess sem svigrúm gefst til að lækka verð þegar heildarálagning minnkar með færri milliliðum. Ekki er síður mikilvægt að með þessu móti er hægt að færa verðlagningu úr erlendri mynt yfir í innlenda. Möguleikar þessir eru vitaskuld minni hjá aðilum sem eiga í stífri alþjóðlegri samkeppni, eins og t.d. flugfélögum, en betri hjá þeim sem selja skipulagðar ferðir, svo sem rútu-, hesta- eða hvalaskoðunarferðir.

Tafla 4.10 Gjaldmiðlar sem innlendir aðilar verðleggja þjónustu sína í og hlutfall beinsölu til neytenda af heildarsölu. Heimild: Viðtöl Hagfræðistofnunar.

4.6.3 Gengisvarnir og sérhæfing

Skipta má erlendum ferðamönnum í tvo hópa: Annarsvegar þá sem hingað koma á vegum ferðaskrifstofa í einhvers konar pakkaferðir en hlutdeild þeirra nemur u.þ.b. 40%.10  Hinsvegar eru þeir sem koma til landsins á eigin vegum og panta þá sjálfir flug, gistingu og e.t.v. skipulagðar ferðir. Þótt íslenskar ferðaskrifstofur hyggist auka vægi beinnar sölu á næstunni þar sem netsala verður í fyrirrúmi er einungis brot af

10 Heimild: Könnun Ferðamálaráðs júní 2004 – maí 2005. U.þ.b. 30% voru almennar pakkaferðir en 10% voru pakkaferðir á eigin vegum. (Eru horfur á samdrætti í pakkaferðum? Hvaða áhrif mun það hafa í tengslum við gengismál?)

43

Document info
Document views315
Page views315
Page last viewedMon Jan 23 05:19:39 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments