X hits on this document

310 views

0 shares

0 downloads

0 comments

48 / 54

sölu með þeim hætti enn sem komið er. Erlendir ferðamenn sem kaupa pakkaferðir til Íslands kaupa því yfirleitt ferðirnar af erlendum ferðaskrifstofum, sem ýmist selja eigin ferðir eða pakkaferðir sem þær kaupa af íslenskum ferðaskrifstofum. Kaupin fara að jafnaði fram í erlendum gjaldmiðli, en eins og fram kemur í töflu 4.10 eru um 90% tekna innlendra ferðaskrifstofa í gjaldeyri. Aftur á móti eru einungis 30% kostnaðar íslenskra ferðaskrifstofa í erlendum gjaldmiðli. Ferðaskrifstofur taka því á sig töluverða gengisáhættu og taka þannig að nokkru leyti við „tekjuáhættunni“ frá öðrum ferðaþjónustuaðilum. Að sjálfsögðu sitja hinir þó eftir með „eftirspurnaráhættuna“.

Fyrirkomulag sem þetta getur haft þá kosti í för með sér að ferðaskrifstofurnar, sem eru tiltölulega fáar og stórar og búa gjarnan yfir meiri sérhæfingu í fjármálum, taki þannig á sig áhættu sem erfiðara getur verið fyrir minni aðila að stýra. Hinsvegar geta ókostir einnig fylgt þessari nálgun. Ef ferðaskrifstofur hafa samið við innlenda ferðaþjónustuaðila í íslenskum krónum skapast hætta á að ferðaskrifstofan tapi á hverri pakkaferð sem hún selur ef gengi krónunnar hækkar nógu mikið. Hvatinn fyrir ferðaskrifstofuna til að selja ferðirnar er þar með horfinn með öllu. Það skaðar bæði ferðaskrifstofurnar og ferðaþjónustuaðilana sem þær skipta við. Raunar munu vera nýleg dæmi um að staða sem þessi hafi komið upp í íslenskri ferðaþjónustu.

Þar sem misvægi tekna og kostnaðar í erlendum gjaldmiðlum meðal íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja er mest hjá ferðaskrifstofum kemur e.t.v. ekki á óvart að um sé að ræða þann hluta ferðaþjónustunnar sem stundar gjaldmiðlavarnir hvað markvissast. Raunar er nýting gjaldmiðlavarna hverfandi í öðrum undirgreinum ferðaþjónustunnar enda misvægi milli tekna og kostnaðar í erlendum gjaldmiðlum oft og tíðum ekki stórvægilegt. Þó eru dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki sem nýta sér hvorki gengisvarnir né erlenda lántöku til að verjast gengisáhættu, jafnvel þótt sennilegt sé að það gæti reynst happadrjúgt. Fyrirtækin sem eiga í hlut eru gjarnan í minni kantinum og má því velta því upp hvort sérhæfð fjármálastjórnun af þessu tagi reynist fyrirtækjum af því tagi erfiðari. Rétt er þó að hafa í huga að jafnvel þótt gjaldmiðlavarnir aðrar en erlend lántaka komi að gagni til að verjast gengissveiflum til skemmri tíma er ógerningur að verjast gengisbreytingum til langs tíma með þeim hætti.

44

Document info
Document views310
Page views310
Page last viewedSun Jan 22 02:03:48 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments