X hits on this document

289 views

0 shares

0 downloads

0 comments

49 / 54

Í upphafi þessa kafla var bent á að breytingar á raungengi krónunnar gætu haft áhrif á fjölda ferðamanna til Íslands og eyðslu þeirra hérlendis og ferðalög Íslendinga til útlanda. Kannað var með tölfræðilegum aðferðum hvort breytingar á raungengi, olíuverði og landsframleiðslu í heimalandi ferðamanna hefði áhrif á komur þeirra til landsins. Sú tölfræðileg greining bendir ekki til þess að breytingar á raungengi hafi haft mjög mikil áhrif á það hvort erlendir ferðamenn kæmu til landsins. Ekki verður séð að breytingar á raungengi hafi áhrif á ferðamannastraum til landsins á sama ári, en breytingar á raungengi árið á undan hafa neikvæð áhrif. Útskýringamáttur hins tölfræðilega líkans var fremur slakur sem gefur til kynna að aðrar breytur en raungengi, olíuverð og landsframleiðslu hafi meiri áhrif á ferðir útlendinga til landsins. Óvíst er hvaða atriði hér gæti verið um að ræða, en þó má benda á að síðustu árum hefur framboð vaxið af ódýrum ferðum til landsins og gistirými aukist. Sérstakar landkynningar, umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og umtal annarra getur einnig kveikt áhuga ferðamanna á að sækja landið heim. Breytingar á raungengi hafa jákvæð áhrif á eyðslu ferðamanna, þ.e. hátt raungengi ýtir undir eyðslu í dollurum talið.

Breytingar á raungengi virðast hins vegar hafa meiri áhrif á vilja Íslendinga til að ferðast til útlanda en komur útlendinga til landsins.

45

Document info
Document views289
Page views289
Page last viewedThu Jan 19 07:32:13 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments