X hits on this document

311 views

0 shares

0 downloads

0 comments

50 / 54

5 Niðurstöður

Á undanförnum áratugum hefur komum erlendra ferðamanna til Íslands fjölgað mjög og mun meira en nemur almennri aukningu ferða í heiminum. Ísland er spennandi land í margra augum, dreifbýlt með óspillta náttúru þar sem ríkir kyrrð og friður. En aðrir þættir en falleg náttúra skipta vitaskuld einnig máli þegar ferðamenn velja sér áfangastað. Tekjur þeirra, verðlag í landinu sem þeir hyggjast sækja heim samanborið við verðlag í öðrum löndum, fargjaldaverð og úrval og gæði þeirrar þjónustu sem boðið er upp á geta einnig haft áhrif á hvert leiðin liggur.

Í þessari skýrslu hefur sjónum einkum verið beint að þeim áhrifum sem breytingar á raungengi hafa á ferðamannastraum til og frá landinu. Hátt raungengi getur dregið úr ásókn útlendinga til landsins, haft áhrif á eyðslu þeirra og viðveru, en jafnframt dregið úr áhuga Íslendinga á að ferðast um eigið land. Breytingar á gengi hafa einnig áhrif á afkomu þeirra fyrirtækja sem hafa tekjur og kostnað í erlendri mynt. Loks hafa breytingar á nafngengi einnig áhrif á almennt verðlag og kauplag í landinu, þótt nokkurn tíma taki fyrir þau áhrif að skila sér að fullu.

Til að kanna hvernig breytingar á raungegni koma niður á komu ferðamanna til landsins var hér notað líkan þar sem breytingar á fjölda ferðamanna voru látnar ráðast af breytingum á raungengi, olíuverði og landsframleiðslu í heimalandi útlendinganna. Útskýringamáttur þess líkans var slakur og reyndist það aðeins geta skýrt um 20% af breytingum á ferðum til landsins. Aðrir þættir virðast því skipta meira máli en skýribreytur líkansins. Í annan stað vekur athygli að breytingar á raungengi hafa ekki marktæk tölfræðileg áhrif á komur ferðamanna til landsins á sama ári, en hins vegar skipta breytingar á raungengi árið áður máli. Þess áhrif eru þó vart sterk vegna þess að langflestir ferðamenn ákveða ferðir sínar til Íslands með tiltölulega stuttum fyrirvara.

Tölfræðilegar athuganir gefa til kynna hækkun raungengis krónunnar ýti undir ferðalög Íslendinga til útlanda. Þá gefa tölfræðilíkön til kynna að hátt raungengi ýti undir eyðslu ferðamanna á Íslandi – mældri í erlendum gjaldeyri.

46

Document info
Document views311
Page views311
Page last viewedSun Jan 22 04:36:48 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments