X hits on this document

280 views

0 shares

0 downloads

0 comments

51 / 54

Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki eru misjafnlega fær um að verjast háu gengi. Sum þeirra geta hagrætt í rekstri, hugsanlega flutt eitthvað af kostnaði yfir í erlendan gjaldeyri og reynt þannig að ná betra samræmi á þeim hluta tekna og gjalda sem fellur til í erlendri mynt. Önnur standa verr.

Gera má ráð fyrir að um 45% af tekjum fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi verði til í erlendri mynt, en einungis 25% kostnaðar. Misvægið nemur því um 20% af tekjum. Hér er sérstök ástæða til að staldra við þá stöðu sem innlendar ferðaskrifstofur og flugfélög eru í. Um 90% af tekjum innlendra ferðaskrifstofa verður til við sölu á ferðum og þjónustu til erlendra aðila sem greiða oftast fyrir í evrum. Á móti kemur að einungis um þriðjungur kostnaðar þessara aðila er í erlendum gjaldeyri. Um tveir þriðju hlutar tekna íslenskra flugfélaga verður til í erlendri mynt en 35-45% af kostnaðinum. Hjá hótelum og minni þjónustuaðilum er mun betra samræmi á milli þess hluta tekna og kostnaðar sem er í erlendum gjaldmiðli, þótt vitaskuld megi ætíð finna einstaka fyrirtæki þar sem misvægið er meira. Ferðaþjónustufyrirtæki á landsbyggðinni eru flest í hópi smærri fyrirtækja í þessari atvinnugrein og því er trúlegt að þau séu yfirleitt þokkalega vel varin fyrir gengisáhættu. Hér skal þó ítrekað að öll fyrirtæki í ferðaþjónustu eru háð þróun gengis.

Smærri fyrirtæki virðast í auknum mæli hafa reynt að varpa gengisáhættu sinni yfir á fyrirtæki sem eru nær neytendum í sölukeðjunni. Lítil ferðaþjónustufyrirtæki hafa selt þjónustu í krónum til innlendra ferðaskrifstofa sem síðan hafa selt hana áfram í erlendum gjaldmiðli til erlendra ferðaskrifstofa eða beint til ferðamanna. Þá hafa minni fyrirtæki einnig reynt að færa verðlagningu sína úr erlendum gjaldmiðli í krónur. Slík verðstefna getur vissulega fælt viðskiptavini frá en ef breytingar á nafngengi eru miklar getur hún þó borgað sig. Sum fyrirtæki virðast einnig hafa snúið sér í auknum mæli að innlenda markaðnum. Það getur reynst varhugavert vegna þess að þá er hætta á að erlend viðskiptasambönd tapist. Þegar gengi krónunnar veikist aftur getur reynst tvíbent að hafa snúið baki við erlenda markaðnum.

Smá fyrirtæki búa oft og tíðum ekki yfir nægilegri þekkingu til að geta nýtt sér þær gengisvarnir sem í boði eru. Sum þeirra eru einnig hugsanlega of smá eða hafa of lítinn hluta tekna sinna eða kostnaðar í erlendum gjaldmiðli til þess að slíkar varnir

47

Document info
Document views280
Page views280
Page last viewedTue Jan 17 15:21:10 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments