X hits on this document

296 views

0 shares

0 downloads

0 comments

52 / 54

borgi sig. Brýnt er að efla mjög þekkingu aðila í ferðaþjónustu á áhrifum gengis á afkomu þeirra og hvernig þeir geta brugðist við sveiflum í gengi

Núverandi fyrirkomulag gengismála gefur stjórnvöldum ekki færi á að laga gengisskráningu að kröfum einstakra atvinnugreina. Seðlabanki Íslands fylgir flotgengisstefnu sem í felst að gengi krónunnar ræðst af framboði og eftirspurn á markaði, en bankinn getur aftur á móti haft áhrif á gengi hennar með peningamálaaðgerðum sínum. Bankanum er uppálagt að halda verðbólgu innan tiltekinna marka og getur í því skyni breytt stýrivöxtum sínum og þær breytingar hafa áhrif á gengi krónunnar. Hlutfallslega háir vextir draga fjármagn til landsins og auka eftirspurn eftir krónum en lágt vaxtastig veikir að sama skapi eftirspurn eftir krónu og veldur því að gengi hennar lækkar.

Standi vilji stjórnvalda til að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja þegar gengi krónunnar er hátt hafa þau tvær leiðir færar. Sú fyrri er að leggjast á sveif með seðlabanka og draga úr opinberum framkvæmdum og sýna meira aðhald í rekstri. Með því að stjórnvöld spyrni þannig kröftuglega við fótum minnkar þörfin á vaxtahækkunum og krónan verður ekki jafnsterk og ella.

Hin leiðin er sú að beita sértækum aðgerðum, t.d. styrkjum og skattafsláttum. Það er sú aðferð sem oft var áður beitt en þykir nú vart fýsileg. Ástæður fyrir þessum sinnaskiptum er margar. Þar má fyrst nefna að sértækar aðgerðir mismuna fyrirtækjum eða atvinnugreinum og valda því að þeim gæðum sem samfélagið ræður yfir er ekki ráðstafað á heppilegasta hátt. Í öðru lagi getur verið erfitt að ákveða hverjir skuli styrktir og hverjir ekki. Í þriðja lagi getur verið örðugt að ákveða til hversu mikilla aðgerða skuli gripið vegna þess að upplýsingar um raunverulegan hag einstakra fyrirtækja geta verið af skornum skammti eða ónákvæmar. Í fjórða lagi getur verið að aðgerðirnar fari ekki að hafa áhrif fyrr en löngu eftir að þeirra var raunverulega þörf og að þá séu þær alls ekki nauðsynlegar. Í fimmta lagi getur verið að styrkir og sérmeðhöndlun samrýmist ekki reglum eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og gangi í berhögg við stefnu annarra alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að.

48

Document info
Document views296
Page views296
Page last viewedFri Jan 20 00:14:46 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments