X hits on this document

306 views

0 shares

0 downloads

0 comments

53 / 54

Raungengi krónunnar sveiflast alltaf og nokkuð ljóst er að það mun ekki til frambúðar haldast jafnhátt og það hefur gert undanfarin misseri. En ýmislegt styrkir raungengi krónunnar um þessar mundir og má þar nefna breytingar á húsnæðislánamarkaði, miklar húsbyggingar á höfuðborgarsvæðinu, virkjanir og stóriðjuframkvæmdir bæði á Austurlandi og fyrir sunnan. Ráðagerðir um uppbyggingu á sviði stóriðju og orkumála, smíði sjúkrahúsa og vegagerð stuðla einnig að sterku raungengi. Lækkun tekjuskatts um síðastliðin áramót miðar í sömu átt. Á móti þessu gæti til dæmis vegið opnun vinnumarkaðs fyrir fólki frá Austur-Evrópu, sem ráðgerð er, og bakslag á hlutabréfamarkaði. Sem stendur bendir þó flest til þess að raungengið verði enn fremur hátt næstu misseri.

Raungengi ræðst bæði af gengishreyfingum og verðbólgu. Ef verðbólga er svipuð hér heima og erlendis munu sviptingar á nafngengi krónunnar ráða öllu um þróun raungengis. En vegna þess hve Ísland er opið hagkerfi hafa breytingar á nafngengi krónunnar jafnframt áhrif á almennt verðlag í landinu, sem og kauplag, en þau áhrif geta að vísu verið alllengi að koma fram að fullu. Ferðaþjónusta á Íslandi myndi ekki njóta mikils góðs af því að krónan félli og verðlag hækkaði hér að sama skapi.

49

Document info
Document views306
Page views306
Page last viewedSat Jan 21 11:49:53 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments