X hits on this document

272 views

0 shares

0 downloads

0 comments

6 / 54

1 Inngangur

Á undanförnum misserum hefur íslenska krónan styrkst verulega og var í upphafi árs 2006 sterkari en hún hafði verið um langt árabil. Í þessari skýrslu er þess freistað að bregða birtu á hvaða áhrif sterkt raungengi krónunnar hefur á íslenska ferðaþjónustu. Í því skyni er kannað samband breytinga á raungengi annars vegar og hins vegar breytinga á fjölda ferðamanna, bæði útlendinga er koma til Íslands og Íslendinga er ferðast til útlanda. Þá er fjallað um hvaða áhrif breytingar á raungengi hafi á eyðslu erlendra ferðamanna hérlendis og reynt að áætla hversu stór hluti tekna og kostnaðar fyrirtækja í ferðaþjónustu verður til í erlendri mynt.

Skýrslan skiptist í fjóra meginkafla. Fyrst er fjallað um þá þróun sem átt hefur sér stað í ferðum útlendinga til Íslands á síðustu árum og Íslendinga til útlanda. Í þeim næsta er vikið að þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustu og þar á eftir greint frá þeim áhrifum sem gengisbreytingar hafa á ferðaþjónustu. Lokakafli skýrslunnar hefur síðan að geyma niðurstöður hennar.

2

Document info
Document views272
Page views272
Page last viewedMon Jan 16 16:46:32 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments