X hits on this document

276 views

0 shares

0 downloads

0 comments

7 / 54

2 Erlendir og íslenskir ferðamenn

2.1 Erlendir ferðamenn

Mikil aukning hefur orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands á síðustu þremur áratugum. Árið 1973 lögðu liðlega 74 þúsund útlendingar leið sína til landsins, en þeir voru fimmfalt fleiri árið 2004, eða 362 þúsund. Að meðaltali fjölgaði erlendum ferðamönnum um 5,6% á milli ára, en svo sem fram kemur á mynd 2.1 hefur þessi vöxtur verið nokkuð breytilegur. Á áttunda áratugnum og fram á þann níunda stóð fjöldi ferðamanna því sem næst í stað og var aðeins tvö ár – 1978 og 1979 – meiri en árið 1973. Samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, takmörkuðu olíuframleiðslu á þessum árum með þeim afleiðingum að heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði gífurlega Fyrir vikið hækkuðu fargjöld og efnahagur margra þjóða rýrnaði. Þetta leiddi til þess að verulega dró úr ferðamennsku í heiminum, svo sem glögglega sér merki hér árin 1974 og 1980. Fyrra árið fækkaði erlendum ferðamönnum um 5.500 eða um 7,5% og hið síðara um nálega 11 þúsund eða 14,3%. Farþegum fækkað einnig lítillega árið 1992 eftir Persaflóastríðið.

Mynd 2.1 Fjöldi erlendra ferðamanna (þúsundir gesta) og hlutfallsleg aukning frá fyrra ári á tímabilinu 1973-2004.

Persaflóastríð

Hryðjuverk og

talningaskekkja

Olíukreppur

Heimild: Ferðamálastofa

3

Document info
Document views276
Page views276
Page last viewedTue Jan 17 06:29:25 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments