X hits on this document

275 views

0 shares

0 downloads

0 comments

8 / 54

Árið 1982 komu 72.600 erlendir ferðamenn til landsins, 1.400 færri en áratug áður, en síðan má heita að ferðamönnum hafi fjölgað ár frá ári. Af mynd 2.1 má þó ráða að vöxturinn hafi verið nokkru örari seinni hluta tímabilsins, þ.e. 1993-2004, en á þeim fyrri. Á þessum tíma dró þó úr fjölda ferðamanna árin 2001 og 2002, en skýringar á  þeim samdrætti eru aftur á móti ekki augljósar. Fyrst ber að nefna að árið 2000 var síðasta árið sem Útlendingaeftirlitið taldi fjölda útlendinga sem komu inn í landið í kjölfar þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-samkomulaginu. Engin hefðbundin talning á ferðamönnum fór fram á árinu 2001, en á árinu 2002 hóf Ferðamálaráð talningar á fjölda ferðamanna sem yfirgefur landið. Tölurnar frá árinu 2001 eru því áætlaðar, en miðað við tölur um fjölda farþega um Keflavíkurflugvöll má ráð fyrir að þær séu nálægt raunverulegum fjölda.

Mynd 2.2 gefur skýrari mynd af þeim breytingum sem urðu á fjölda ferðamanna á árunum 1992-2004. Á myndinni sýna stöplarnir hlutfallslega breytingu í fjölda ferðamanna frá fyrra ári. Línan á myndinni sýnir hinsvegar breytingarnar sem verða á gildum stöplanna milli ára og mætti því kalla hana breytingu í vexti fjölda ferðamanna. Línan sýnir að þótt mesti samdráttur í fjölda ferðamanna á tímabilinu hafi verið árið 2002 varð stærsta umbreytingin á árinu 2001 þegar vöxtur fjölda ferðamanna dróst saman um 17%, þ.e. 15% fjölgun árið 2000 breyttist í 2% samdrátt árið 2001.

Mynd 2.2 Breyting í vexti fjölda ferðamanna árin 1992-2004

4

Document info
Document views275
Page views275
Page last viewedTue Jan 17 05:58:00 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments