X hits on this document

319 views

0 shares

0 downloads

0 comments

9 / 54

Heimild: Hagstofa Íslands

Hugsanlegt er að ríflega tvöföldun olíuverðs milli áranna 1999 og 2000 hafi leitt til samdráttar í ferðalögum árið 2001. Hinsvegar ber að varast að gera of mikið úr hækkuninni þar sem olíuverð var þrátt fyrir allt tiltölulega lágt í sögulegu samhengi að henni afstaðinni [Ætti verðbreytingin ekki samt að hafa áhrif á breytingu á fjöldanum frá fyrra ári?]. Aftur á móti hefur vart bætt úr skák að mörg af hagkerfum heimsins áttu erfitt uppdráttar á árinu 2001. Íslendingar voru enda ekki einir um að upplifa samdrátt í ferðaþjónustu árið 2001 því komum ferðamanna til landa Norður-Evrópu fækkaði um rúm 5% á því ári.1 Auk þess fækkaði heimsóknum ferðamanna lítillega í Evrópu í heild og í heiminum samanlagt.

Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um 4% á milli áranna 2001 og 2002 í Norður-Evrópu í heild dró úr fjölda ferðamanna á Íslandi á sama tíma um 5%, samkvæmt áætlun Ferðamálaráðs. Miðað við aukninguna sem varð í Norður-Evrópu gæti talist hæpið að skýra stóran hluta þess samdráttar sem varð á Íslandi árið 2002 með áhrifum atburðanna í New York og Washington 11. september 2001, en aftur á móti dró verulega úr ferðum Bandaríkjamanna síðasta fjórðung ársins 2001 og á árinu 2002. Svo sem bent var á hér að framan eru tölur um fjölda ferðamanna árið 2001 að nokkru áætlaðar og því kann að vera óvarlegt að draga miklar ályktanir af breytingum frá 2001 til 2002. Almennt má segja að ferðum útlendinga til Íslands hefur fjölgað mun meira undanfarin ár en ferðum til annarra Evrópulanda eða í heiminum öllum. Á árunum 1990 til 2000 tvöfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi en í öllum heiminum jókst fjöldinn um rúm 50%. Frá 2000 til 2004 fjölgaði ferðum útlendinga nokkru meira hingað til lands en nam aukningu á ferðum milli landa í öllum heiminum. Fjölgunin varð mun meiri en á ferðum til annarra Evrópulanda.2

Erlendir ferðamenn sem koma hingað til lands virðast hafa tekjur yfir meðaltekjum í sínu landi. Í könnun Ferðamálaráðs sumarið 2004 sögðust aðeins 8% ferðamanna vera með minna en meðaltekjur, tæp fjörutíu prósent töldu sig vera með tekjur í meðallagi, en rétt rúmur helmingur kvaðst vera með tekjur yfir meðallagi eða háar tekjur. Ferðir

1 World Tourism Organization.

2 Sama heimild.

5

Document info
Document views319
Page views319
Page last viewedMon Jan 23 14:54:54 UTC 2017
Pages54
Paragraphs378
Words12167

Comments